Dangerous substances
Home EU-OSHA logo
EU logo
Vinnuvernd er allra hagur ÁHÆTTUMAT EFNA Á VINNUSTAÐ

Hættuleg efni - rafrænt tól

Finndu og dragðu úr öryggis- og heilbrigðishættum sem tengjast hættulegum efnum og efnavörum á vinnustöðum innan fyrirtækis þíns.

Þú getur annað hvort byrjað á mjög stuttum (Fljótlegur) spurningalista með sjö spurningum eða farið beint í ítarlegri spurningalista með 36 spurningum. Ef þú notar langa spurningalistann getur þú vistað svör þín og haldið áfram síðar. Þegar þú hefur lokið við langa spurningalistann getur þú prentað út skýrslu, „Efnavísirinn minn“ sem inniheldur svör þín, gátlista og ráðleggingar um góð vinnubrögð og ráðstafanir sem hægt er að grípa til.

7 spurningar

EFNAVÍSIRINN - FLJÓTLEGUR

Sjö spurningar um núverandi verklag þitt með tilliti til hættulegra efna og efnavara. Ef úrbóta er þörf færðu strax ábendingar og ráðleggingar um það sem þú þarft að gera og hvernig þú getur gert það eins auðveldlega og á eins skilvirkan hátt og mögulegt er.

Þegar þú hefur svarað spurningunum sjö geturðu valið að halda áfram með lengri spurningalistann. Það gefur nákvæmari greiningu á reglunum sem eiga við um viðkomandi efni og hættuleg efni. Þú færð einnig ábendingar og ráðgjöf sem er sérsniðin að fyrirtæki þínu um verkferla við örugga meðhöndlun efna og góð vinnubrögð.
36 Spurningar

Efnavísirinn minn — langur spurningalisti

Langi spurningalistinn gerir nákvæmari greiningu mögulega á núverandi aðstæðum þínum þegar kemur að efnavörum og hættulegum efnum. Þú færð einnig skýrsluna „Efnavísirinn minn“, sem inniheldur svör þín, gátlista, meðmæli og ráðleggingar. Í þessari skýrslu eru ráðleggingarnar sérsniðnar að þörfum fyrirtækis þíns eða vinnustaðar byggt á svörum þínum. Þú verður upplýst(ur) um vinnubrögð og góða starfshætti sem munu hjálpa þér að skapa öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi.

Þetta rafræna tól um hættuleg efni veitir yfirlit um öryggis- og heilsuhættur sem tengjast hættulegum efnum og efnavörum á vinnustöðum fyrirtækis þíns. Þú færð sérsniðnar ráðleggingar, sem byggjast á upplýsingum frá þér, hvernig þú temur þér góð vinnubrögð, gerir viðeigandi ráðstafanir og fylgir viðkomandi regluverki. Ef þú grípur til ráðlagðra aðgerða dregurðu samstundis úr hættunni sem stafar af hættulegum efnum og efnavörum á vinnustaðnum

EU-OSHA er ákaflega þakklátt PREVENT, Svíþjóð, og höfundi sænska KEMIGuiden, Ann-Beth Antonsson, fyrir að leyfa notkun KEMIGuiden sem grunn fyrir þróun hættuleg efni rafrænt tól EU-OSHA.


Prevent logo