Dæmi um fyrirmyndarverkefni
Ný færni og hlutverk
Mikið tilfinningalegt álag sem fylgdi starfsemi lítils félagsþjónustufyrirtækis gerði það að verkum að starfsmenn þjáðust af mikilli streitu og kulnun í starfi. Fyrirtækið varð að bæta vinnuaðstæður til að minnka starfsmannaveltu.
Aðstoð við fjölskyldur í vanda krefst jafnvægis milli sérfræðiþekkingar og persónulegrar færni. Starfið getur verið einangrandi, því fylgir mikið tilfinningalegt álag og þar ofan á bætist að fólk sér fá tækifæri til starfsframa í félagslega geiranum. Fyrirtækið ákvað því að bjóða starfsmönnum upp á þjálfun til að ná nýrri færni, þ.e. að kenna þeim markþjálfun.
Markmið markþjálfunarverkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að veita starfsmönnum nýja færni sem gæti nýst þeim í starfi. Hins vegar að þeir fengju formlega viðurkenningu á menntun og hæfi. Starfsmönnum 45 ára og eldri, sem flestir höfðu starfað lengi við fjölskylduþjónustu, var boðið upp á þjálfunina.