Heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir alla aldurshópa

Rafrænn leiðarvísir um vinnuvernd sem tekur mið af hækkandi aldri vinnuafls

Um leiðarvísinn

X

Velkomin/n!

Í Evrópu eykst hlutfall eldra fólks af mannfjölda ört, fólk þarf að vinna lengur og meðalaldur starfsfólks er að hækka. Þess vegna er brýnt að:

  • Skapa öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn á öllum aldri
  • Tryggja að fólk geti lokið starfsferli sínum við góða heilsu.

Í þessum leiðarvísi er að finna hagnýtar upplýsingar, ráðlegginar og dæmi um fyrirmyndarverkefni tengd öldrun vinnuaflsins og þeim tækifærum sem henni fylgja. Leiðarvísirinn fjallar einnig um hvernig best er að takast á við aldurstengdar áskoranir á vinnustað.

Leiðarvísirinn er sniðinn að fjórum ólíkum hópum: vinnuveitendum, starfsmönnum, mannauðsstjórum og vinnuverndarsérfræðingum (þar með töldum öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og vinnueftirlitsmönnum). Breyta má stillingum hvenær sem er.